Stjórn Stjórnlagaráðs
Fulltrúar í stjórn eru: Salvör Nordal, formaður, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður A-nefndar , Katrín Fjeldsted, formaður B-nefndar og Pawel Bartoszek, formaður C-nefndar. Auk þess sitja varformenn nefnda stjórnarfundi að jafnaði, þau Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs , Þorsteinn Fr Sigurðsson situr fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétti. Ritari stjórar er Sif Guðjónsdóttir, aðallögfræðingur.
Meginverkefni stjórnar eru eftirtalin, sbr. starfsreglur Stjórnlagaráðs og þingsályktun Alþingis:
- Skipuleggja og stýra starfinu, skv. þingsályktun og starfsreglum (2. mgr. 3. gr.)
- Leggja fyrir ráðsfund:
· Starfsáætlun - endurskoða hana reglulega eftir því sem verkinu vindur fram (2. mgr. 3. gr.)
· Tillögu um upphafsmeðferð skýrslu stjórnlaganefndar á ráðsfundi (13. gr.)
· Tillögur um hvort og hvernig unnt sé að leita enn frekar eftir afstöðu þjóðarinnar til valkosta að því er varðar einstök ákvæði/kafla frumvarps til stjórnarskipunarlaga (4. mgr. 14. gr.)
· Drög að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga á grundvelli áfangaskjals þegar undirbúningi þess er lokið (1. mgr. 15. gr.)
- Skipta verkum:
· Getur skipað starfshópa til tiltekinna verka (3. mgr. 4. gr.)
· Hefur hlutverk varðandi (breytta) skipan nefnda (2. mgr. 5. gr.)
- Setja reglur/viðmiðanir um:
· Fundarsköp (4. mgr. 6. gr.)
· Aðgang almennings að fundum (9. gr.)
· Erindi, umsagnir og fundargesti (10. gr.)
Fundargerðir
- 28. fundur stjórnar
- 27. fundur stjórnar
- 26. fundur stjórnar
- 25. fundur stjórnar
- 24. fundur stjórnar
- 23. fundur stjórnar
- 22. fundur stjórnar
- 21. fundur stjórnar
- 20. fundur stjórnar
- 19. fundur stjórnar
- 18. fundur stjórnar
- 17. fundur stjórnar
- 16. fundur stjórnar
- 15. fundur stjórnar
- 14. fundur stjórnar
- 13. fundur stjórnar
- 12. fundur stjórnar
- 11. fundur stjórnar
- 10. fundur stjórnar
- 9. fundur stjórnar
- 8. fundur stjórnar
- 7. fundur stjórnar
- 6. fundur stjórnar
- 5. fundur stjórnar
- 4. fundur stjórnar
- 3. fundur stjórnar
- 2. fundur stjórnar
- 1. fundur stjórnar