23. fundur stjórnar

15.07.2011 12:30

Dagskrá:

1. Fundargerðir síðustu funda
2. Vinnan framundan
3. Önnur mál

Fundargerð

23. stjórnarfundur - haldinn 15. júlí 2011, kl. 12.30 í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C.

Auk þess sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A, B og C, þau Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.

Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Boðað var til fundarins með tölvupósti formanns samdægurs.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerðir síðustu funda

Frestað.

2. Vinnan framundan

Farið var yfir stöðu mála og verkefnin framundan.

3. Önnur mál

3.1 Drög að frumvarpi

Farið var yfir drög að uppröðun og skipulagi kafla og ákvæða í drögum að frumvarpi og nokkrar breytingar samþykktar.

Komið hafa fram hugmyndir um að halda blaðamannafund í tengslum við upphaf umræðu um frumvarpsdrög. Samþykkt að það væri ekki tímabært og jafnvel villandi, enda textinn enn í vinnslu og breytingum undirorpinn. Jafnframt væri hætt við að áhugi yrði þá minni þegar komið verður að lokum starfsins og boðað til blaðamannafundar á þeim tímamótum.

Rætt var um aðfaraorð og Erni Bárði Jónssyni falið að gera breytingar á textanum í þeim tilgangi að náðst geti um hann sátt.

Samþykkt að frumvarpsdrög verði birt kl. 14.00 mánudaginn 18. júlí.

4. Næsti fundur

Formaður mun boða til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.30.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.