3. fundur stjórnar

18.04.2011 14:00

Dagskrá:
  1. Fundargerðir 1. og 2. stjórnarfundar
  2. Dagskrá 5. ráðsfundar
  3. Önnur mál

Fundargerð

3. fundur stjórnar - haldinn 18. apríl 2011, kl. 14.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal formaður og Ari Teitsson varaformaður. Auk þeirra sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Formaður setti fundinn.

1. Fundargerðir 1. og 2. stjórnarfundar

Fundargerðir 1. og 2. stjórnarfundar lagðar fram og samþykktar.

2. Dagskrá 5. ráðsfundar

Næsti ráðsfundur verður haldinn á morgun, kl. 13.00, og var samþykkt að dagskrá hans verði svo sem hér segir:

Fundargerðir 1. og 2. ráðsfundar bornar upp til samþykktar og fundargerðir 3. og 4. ráðsfundar lagðar fram til kynningar.

Tillaga stjórnar um tölu nefnda og verkaskiptingu þeirra, sbr. 2. gr. starfsreglna.

Kosning nefndaformanna og varamanna þeirra.

Val fulltrúa á verkefnanefndum.

Erindi sem hafa borist Stjórnlagaráði.

Næsti fundur.

Niðurstöður kosninga verði birtar jafnóðum.

3. Önnur mál

Rætt var vinnuskipulag næstu tvær vikur og almennt séð.

Næsti ráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl. Hugsanlega mun þá gefast tækifæri til umræðna fulltrúa um skýrslu stjórnlaganefndar.

4. Næsti stjórnarfundur

Næsti fundur stjórnar verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl, kl. 9.30. Þá verði nefndasvið búið að vinna yfirlit yfir óskir fulltrúa um setu í tilteknum nefndum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir