15. fundur stjórnar

21.06.2011 12:30

Dagskrá:
  1. Fundargerðir síðustu funda
  2. Staða nefndastarfa
  3. Fyrirkomulag og dagskrá vikunnar
  4. Önnur mál
  5. Næsti fundur

 

 

Fundargerð

15. fundur stjórnar - haldinn 21. júní 2011, kl. 12.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C. Jafnframt sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A og B, nánar tiltekið Örn Bárður Jónsson og Vilhjálmur Þorsteinsson.

Forföll hafði boðað Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður verkefnanefndar C.

Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Boðað var til fundarins með tölvupósti 20. júní.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerðir síðustu funda

Fundargerðir fyrir 12. og 13. fund stjórnar voru kynntar á fyrri fundum og engar athugasemdir bárust. Þær töldust því samþykktar.

Framlagningu fundargerðar fyrir 14. fund stjórnar var frestað.

2. Staða nefndastarfa

Fyrirsvarsmenn nefnda gerðu grein fyrir umræðum sem farið hefðu fram og skipulagi áframhaldandi vinnu. Fram undan er úrvinnsla á athugasemdum eftir yfirlestur sérfræðinga og vinna við skýringar, með áherslu á markmið ráðsins.

3. Fyrirkomulag og dagskrá vikunnar

Rætt var um fyrirkomulag funda í næstu viku, álitaefni hjá hverri nefnd og skörun gagnvart málefnasviðum annarra nefnda. Haldnir verða sameiginlegir fundir nefnda til að ræða málefni sem skarast.

Farið var yfir drög að dagskráráætlun næstu viku.

Næsti ráðsfundur verður haldinn föstudaginn 24. júní og hefst kl. 9.30. Nefndir munu gera grein fyrir málefnum sínum í röðinni A, B, C.

Gert er ráð fyrir að á dagskrá fundarins verði eftirtalin atriði:
Frá A-nefnd: Mannréttindi.
Frá B-nefnd: Stjórnarmyndun, meðferð þingmála og fleira (með fyrirvara).
Frá C-nefnd: Kosningar til Alþingis og alþingismenn, lýðræðisleg þátttaka almennings.

4. Önnur mál

Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.

5. Næsti fundur

Formaður mun boða til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.24.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir