13. fundur stjórnar
14.06.2011 12:30
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar
- Staða nefndastarfa
2.1 Stutt yfirlit hvers formanns - Fyrirkomulag funda í þessari viku
- Fyrirkomulag 13. ráðsfundar og dagskrá
4.1 Málefni fundarins
4.2 Áhersluatriði og stefnumörkun tiltekinna fulltrúa - Önnur mál
- Næsti fundur
13. stjórnarfundur - haldinn 14. júní 2011, kl. 12.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C. Jafnframt sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda B og C, nánar tiltekið Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.
Forföll höfðu boðað Ari Teitsson, varaformaður, og Örn Bárður Jónsson, varaformaður verkefnanefndar A.
Jafnframt sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.
Boðað var til fundarins með tölvupósti 13. júní.
Formaður setti fundinn og stýrði honum.
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 12. stjórnarfundar var lögð fram til kynningar.
2. Staða nefndastarfa
2.1 Stutt yfirlit hvers formanns
Fyrirsvarsmenn nefnda gerðu grein fyrir umræðum sem farið hefðu fram og skipulagi áframhaldandi vinnu.
3. Fyrirkomulag funda í þessari viku
Rætt var um fyrirkomulag vikunnar og ákveðið að nefndafundir nk. miðvikudag verði svo:
Fyrir hádegi verða vinnufundir í hverri nefnd fyrir sig.
Sameiginlegur fundur B- og C-nefndar verður kl. 13.00-14.00.
Fundur B-nefndar með öðrum ráðsfulltrúum verður kl. 14.00-15.00.
Fundur C-nefndar með öðrum ráðsfulltrúum verður kl. 15.00-16.00.
Hugsanlegt er að A-nefnd verði með stuttan fund í lok dagsins.
4. Fyrirkomulag 13. ráðsfundar og dagskrá
Næsti ráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 16. júní og hefst kl. 10.00. Nefndir munu gera grein fyrir málefnum sínum í röðinni B, C, A.
4.1 Málefni fundarins
Gert er ráð fyrir að á dagskrá fundarins verði eftirtalin atriði:
Frá B-nefnd: Sveitarfélög. Stjórnarmyndun (með fyrirvara).
Frá C-nefnd: Utanríkismál, kosningar til Alþingis og alþingismenn, lýðræðisleg þátttaka almennings.
Frá A-nefnd: Skýrsla um störf nefndarinnar. Ákvæði 1. gr. um gildi (með fyrirvara).
4.2 Áhersluatriði og stefnumörkun tiltekinna fulltrúa
Ekki var gert ráð fyrir liðnum „Stefnuræður fulltrúa" á dagskrá næsta ráðsfundar, enda hafa formanni ekki borist beiðnir þar um.
5. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
6. Næsti fundur
Næsti stjórnarfundur verður að loknum ráðsfundi næstkomandi fimmtudag, að því tilskildu að ráðsfundi ljúki nægilega snemma, en að öðrum kosti mánudaginn 20. júní, kl. 11.30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.47.
Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir