9. fundur stjórnar
20.05.2011 12:00
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar
- Starfsáætlun
- Nefndafundir nk. miðvikudag
- Önnur mál
9. fundur stjórnar - haldinn 20. maí 2011, kl. 12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C. Þá sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda B og C, nánar tiltekið Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.
Forföll hafði boðað Ari Teitsson varaformaður.
Jafnframt sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.
Boðað var til fundarins í lok síðasta stjórnarfundar og áréttað með tölvupósti 19. maí.
Formaður setti fundinn og stýrði honum.
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 8. stjórnarfundar var samþykkt án athugasemda.
2. Starfsáætlun
Drög formanns að starfsskipulagi fyrir vikurnar fram undan lögð fram og rædd. Formenn nefnda gerðu grein fyrir einstökum þáttum í verkáætlun.
Í meginatriðum er áætlað að vinnu við áfangaskjal ljúki um miðjan júní og drög að frumvarpi liggi fyrir um miðjan júlí. Yfirferð og frágangi verði lokið fyrir 1. ágúst.
Starfsáætlun samþykkt og jafnframt samþykkt að óska eftir því við forseta Alþingis og forsætisnefnd að starfstími ráðsins verði framlengdur til loka júlímánaðar.
Starfsáætlun stjórnar verður lögð fyrir ráðsfund, sbr. 2. mgr. 3. gr. starfsreglna, að fenginni niðurstöðu um starfstíma ráðsins.
3. Nefndafundir nk. miðvikudag
Sameiginlegir fundir nefnda næstkomandi miðvikudag, 25. maí, verði skipulagðir þannig að A-nefnd byrji kl. 9.00 og fundi til hádegis. Eftir hádegi fái C- og B-nefnd tvo tíma hvor.
4. Önnur mál
Rætt var um skipulag í fundarsal. Katrín Fjeldsted kom á framfæri athugasemdum í því efni. Pawel Bartoszek lagði til að beiðni um breytingar yrði hafnað. Frekari umfjöllun frestað.
5. Næsti fundur
Næsti fundur stjórnar verður haldinn þriðjudaginn 24. maí, kl. 12.30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.15.
Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir