28. fundur stjórnar
27.07.2011 13:00
Dagskrá:
1. Niðurstöður úr skoðanakönnun um aðfaraorð
2. Breytingartillögur nr. 45 og 77 frá 17. ráðsfundi og tillaga stjórnar að ákvæðum um gildistöku og til bráðabirgða
28. stjórnarfundur - haldinn 27. júlí 2011, kl. 13.00 í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C.
Auk þess sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A, B og C, þau Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.
Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri, Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur og Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur á nefndasviði.
Til fundarins var boðað á 27. stjórnarfundi, fyrr sama dag.
Formaður setti fundinn og stýrði honum.
1. Niðurstöður úr skoðanakönnun um aðfaraorð
Starfsmaður nefndasviðs kynnti niðurstöður úr könnun á afstöðu ráðsfulltrúa til aðfaraorða:
Ég styð aðfaraorð í núverandi mynd: 13
Ég mun sitja hjá ef aðfaraorð eru afgreidd í núverandi mynd: 1
Ég styð ekki aðfaraorð í núverandi mynd en er tilbúin/n að vinna í þeim: 4
Ég styð ekki aðfaraorð við stjórnarskrána: 5
Auður seðill: 1
Skilaði ekki inn: 1
Samtals: 25
Formaður mun kynna þessar niðurstöður fyrir fulltrúum á ráðsfundi.
2. Breytingartillögur nr. 45 og 77 frá 17. ráðsfundi og tillaga stjórnar að ákvæðum um gildistöku og til bráðabirgða
Fyrir fundinum lá breytingartillaga nr. 77 frá 17. ráðsfundi um gildistöku og ákvæði til bráðabirgða. Flutningsmaður þeirrar tillögu, Þorkell Helgason, samþykkti þá málsmeðferð að stjórn tæki þessa tillögu til umfjöllunar.
Gerð var grein fyrir umsögn nefndasviðs um tillöguna. Samþykkt var að mæla með tillögunni í nokkuð breyttri mynd, meðal annars varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp Stjórnlagaráðs. Um það atriði verður fjallað í bréfi sem fylgja mun frumvarpi Stjórnlagaráðs til Alþingis.
Breytingartillaga nr. 45 kom einnig til stjórnar með sambærilegum hætti en því var hafnað að mæla með henni. Flutningsmaður þeirrar tillögu var Gísli Tryggvason.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.27.
Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.
(Ósamþykktar fundargerðir stjórnar voru sendar stjórnarmönnum í tölvupósti og samþykktar).