21. fundur stjórnar

11.07.2011 16:37

Dagskrá:

1. Fundargerðir síðustu funda
2. Fyrirkomulag og dagskrá 16. ráðsfundar

Fundargerð

21. stjórnarfundur - haldinn 11. júlí 2011, kl. 16.37, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C.

Auk þess sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A, B og C, þau Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.

Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Boðað var til fundarins munnlega og með skömmum fyrirvara.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerðir síðustu funda

Frestað.

2. Fyrirkomulag og dagskrá 16. ráðsfundar

Rætt var um dagskrá fundarins á morgun, sem búast má við að geti dregist fram á miðvikudag.

Ákveðið að röð nefnda verði A, C, B.

Vinnu við áfangaskjal er að ljúka og þær breytingartillögur fulltrúa sem fram kunna að koma á fundinum munu því koma til umfjöllunar síðar, með sama hætti og breytingartillögur við frumvarpsdrög (sjá 15. gr. starfsreglna).

Frágangur breytingartillagna þarf þá að vera formlegri og rökstuðningur ítarlegri en áður. Um þetta verði getið í fundarboði ráðsfundarins.

3. Næsti fundur

Formaður mun boða til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.05.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.