16. fundur stjórnar

23.06.2011 16:00

Dagskrá:
  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Staða nefndarstarfa
    - Stutt yfirlit hvers formanns
  3. Fyrirkomulag og dagskrá næstu viku (27.6. - 1.7.)
  4. Önnur mál

Fundargerð

16. stjórnarfundur - haldinn 23. júní 2011, kl. 16.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður og nefndarmaður í verkefnanefnd C, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, Örn Bárður Jónsson, varaformaður verkefnanefndar A og Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður verkefnanefndar B.

Forföll höfðu boðað Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C og Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður sömu nefndar.

Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Boðað var til fundarins með tölvupósti 22. júní.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerðir síðustu funda lagðar fram til kynningar

Fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar voru lagðar fram til kynningar.

2. Staða nefndastarfa

Fyrirsvarsmenn nefnda gerðu grein fyrir umræðum sem farið hefðu fram og skipulagi áframhaldandi vinnu. Fram undan er úrvinnsla á athugasemdum, m.a. eftir yfirlestur sérfræðinga, og vinna við skýringar, með áherslu á markmið ráðsins.

Á 14. ráðsfundi á morgun, 24. júní, munu allar nefndir leggja fram tillögur, ýmist til kynningar eða afgreiðslu.

3. Fyrirkomulag og dagskrá næstu viku

Fjallað var um skipulag næstu viku og ákveðið að fyrir hádegi verði hefðbundnir nefndafundir, þar á meðal fundir með sérfræðingum. Eftir hádegi verði hins vegar sameiginlegir fundir þar sem fjallað verði um tiltekin lykilatriði og skörun þeirra á milli nefnda. Farið verður yfir þær meginbreytingar sem ráðið hefur gert og innbyrðis samhengi þeirra. Með þessu móti verði hægt að fá skýra yfirsýn yfir heildaráherslur hingað til.

Þau málefni sem þannig verða rædd sérstaklega eru eftirtalin: Eftirlit Alþingis; dómsvald, Alþingi; ráðherrar; forsetaembættið; lýðræðisleg þátttaka almennings.
Föstudaginn í næstu viku, 1. júlí, verður haldinn ráðsfundur, sá fimmtándi í röðinni. Nefndir munu gera grein fyrir málefnum sínum í röðinni C, A, B.

4. Önnur mál

Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.

5. Næsti fundur

Formaður mun boða til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir