27. fundur stjórnar

27.07.2011 09:00

Dagskrá:

1. Fundargerðir síðustu funda
2. Staða nefndastarfa
3. Málefni 18. ráðsfundar
4. Önnur mál

Fundargerð

27. stjórnarfundur - haldinn 27. júlí 2011, kl. 9.00 í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C (kom á fund kl. 9.22).

Auk þess sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A, B og C, nánar tiltekið Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.

Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri, og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Til fundarins var boðað af formanni 26. júlí, í lok fyrra dags 18. ráðsfundar.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerðir síðustu funda

Frestað.

2. Staða nefndastarfa

Fyrirsvarsmenn nefnda gerðu grein fyrir stöðu nefndastarfa og skipulagi áframhaldandi vinnu.

3. Málefni 18. ráðsfundar

3.1 Aðfaraorð

Á 18. ráðsfundi, nánar tiltekið í gær 26. júlí, fengu ráðsfulltrúar í hendur eyðublað, án nafngreiningar, fyrir skoðanakönnun um aðfaraorð. Skilafrestur var til næsta dags.

Nefndasvið mun annast talningu, þegar endanleg skil liggja fyrir, og gera formanni grein fyrir niðurstöðum.

3.2 Breytingartillögur nr. 45 og 77 frá 17. ráðsfundi

Á 17. ráðsfundi var breytingartillögum nr. 45 og 77 vísað til nefnda, ótilgreint. Þar sem engin verkefnanefnd tók þær til umfjöllunar samþykktu flutningsmenn þeirra, annars vegar Þorkell Helgason og hins vegar Gísli Tryggvason, að þeim yrði vísað til stjórnar.

Rætt var um tillögurnar og nefndasviði falið að taka þær til athugunar.

4. Önnur mál

4.1 Afhending frumvarps

Fjallað var um fyrirkomulag við afhendingu frumvarps Stjórnlagaráðs til forseta Alþingis, í Iðnó, fösudaginn 29. júlí. Jafnframt verður þá haldinn blaðamannafundur.

Haldinn verður fundur ráðsfulltrúa fimmtudaginn 28. júlí og farið yfir drög að bréfi því til Alþingis sem fylgja mun frumvarpinu.

4.2 Lokahóf fulltrúa og starfsfólks

Að kvöldi fimmtudagsins 28. júlí verður haldið hóf fyrir ráðsfulltrúa og starfsfólk, nánar tiltekið kl. 21.00 á Grand Hótel.

4.3 Kynning frumvarps

Rætt var um að þörf þess að kynna frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir almenningi og leiðir til þess. Fram kom að fyrirhugað er að vefur Stjórnlagaráðs muni vistast áfram hjá Alþingi og meðal annars verði hægt að nýta hann í þessu skyni.

5. Næsti fundur

Formaður boðar til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.