26. fundur stjórnar
22.07.2011 16:00
Dagskrá:
1. Fundargerðir síðustu funda
2. Staða nefndastarfa
3. Starfið framundan
4. Önnur mál
26. stjórnarfundur - haldinn 22. júlí 2011, kl. 16.00 í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C.
Auk þess sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A, B og C, þau Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.
Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.
Boðað var til fundarins daginn áður, með tölvupósti framkvæmdarstjóra í umboði formanns.
Formaður setti fundinn og stýrði honum.
1. Fundargerðir síðustu funda
Frestað.
2. Staða nefndastarfa
Á 17. ráðsfundi, sem lauk í gær, kom fram fjöldi breytingartillagna. Margar slíkar tillögur voru samþykktar og öðrum var vísað til nefnda. Rætt var um viðbrögð nefnda og ráðstafanir í framhaldi af þessu.
3. Starfið framundan
Unnið hefur verið að því að uppfæra texta ákvæða og skýringa út frá samþykktum breytingartillögum. Uppfærð ákvæði þarf að birta sem allra fyrst á heimasíðu ráðsins. Jafnframt verður leitað eftir umsögnum sérfræðinga, eftir því sem tök eru á.
4. Önnur mál
Rætt var um þau ágreiningsefni sem helst eru fyrirsjáanleg á 18. ráðsfundi og möguleika á að ná sátt þar um. Markmiðið er að full samstaða verði um frumvarpið í heild sinni. Varaformanni falið að kanna möguleika á slíkri sátt.
Samþykkt að hafa óformlegan fund á sunnudag í þessu skyni.
5. Næsti fundur
Formaður boðar til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.14.
Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.