Frumvarp

Stjórnlagaráð hefur samþykkt einróma frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Frumvarpið verður afhent Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis föstudaginn 29. Júlí kl. 10.30 í Iðnó.

Frumvarpið fór í gegnum tvær umræður. Hér eru úgáfur 17. ráðsfundar og 18. ráðsfundar með breytingatillögum og ummælum.

Áfangaskjal

Í áfangaskjalinu var hægt að fylgjast jafnt og þétt með undirbúningi Stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár.

Álit

Stjórnlagaráð hefur óskað eftir álitum frá sérfræðingu og eru þau aðgengileg hér.

Starfsreglur

Stjórnlagaráð hefur sett sér starfsreglur.

Í þeim er fjallað um stjórnsýslu og starfshætti Stjórnlagaráðs, frumvarp til stjórnarskipunarlaga og meðferð þess, starfsmenn ráðsins og önnur ákvæði.

Ráðsfundir

Opnir fundir Stjórnlagaráðs.

allir ráðsfundir

Stjórnarfundir

Fundargerðir stjórnar Stjórnlagaráðs.

allir stjórnarfundir

Nefndarstarf

Verkefni: Grunngildi, ríkisborgararéttur og þjóðtunga, uppbygging og kaflaskipan stjórnarskrárinnar, náttúruauðlindir og umhverfismál og mannréttindi, þ.á m. þjóðkirkjan.


Fulltrúar: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Andrés Ingi Jónsson er ritari nefndarinnar.

Fundargerðir A nefndar

Verkefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, ríkisstjórn, störf forseta og ráðherra og verkefni framkvæmdarvaldsins, staða sveitarfélaga.

Fulltrúar: Katrín Fjeldsted, formaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Ritari nefndarinnar er Guðbjörg Eva Baldursdóttir.

Fundargerðir B nefndar

Verkefni: Stjórnlagaráð, lýðræðisleg þátttaka almennings (þ.á m. stjórnarskrárbreytingar), sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds, alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingismenn, samningar við önnur ríki og utanríkismál.

Fulltrúar: Pawel Bartoszek, formaður, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Ritari nefndarinnar er Agnar Bragason.

Fundargerðir C nefndar