7. ráðsfundur
05.05.2011 13:00
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
- Skýrsla B-nefndar
- Skýrsla og tillögur C-nefndar
Tillaga frá 6. fundi um breytingar á áfangaskjali lögð fram til afgreiðslu
Ný tillaga um breytingar á áfangaskjali lögð fram til kynningar - Skýrsla og tillögur A-nefndar
Tillaga frá 6. fundi um breytingar á áfangaskjali lögð fram til afgreiðslu
Nýjar tillögur um breytingar á áfangaskjali lagðar fram til kynningar - Stefnumarkandi umræða fulltrúa
Freyja Haraldsdóttir
Ómar Þorfinnur Ragnarsson
Fylgiskjöl:
- Tillögur nefndar A frá 6. fundi til afgreiðslu á 7. fundi
- Tillaga nefndar C til kynningar á 7. fundi
- Tillaga nefndar C frá 6. fundi til afgreiðslu á 7. fundi
- Tillögur nefndar A til kynningar á 7. ráðsfundi
- Breytingartillaga nr. 1 á 7. ráðsfundi – KO, ÞH, VÞ
- Breytingartillaga nr. 2 á 7. ráðsfundi – GT, ÞG
- Breytingartillaga nr. 3 á 7. ráðsfundi – IJ, KO, ÞG
- Breytingartillaga nr. 4 á 7. ráðsfundi – ÓÞR
- Stefnuræða Ómars Þorfinns Ragnarssonar
- Stefnuræða Freyju Haraldsdóttur
7. ráðsfundur - haldinn 5. maí 2011, kl. 13.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.
Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.
Til fundarins var boðað af hálfu stjórnar með tölvupósti miðvikudaginn 4. maí 2011 og dagskrá í samræmi við fundarboð.
1. Setning fundar
Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum.
2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
Fundargerð 6. ráðsfundar, 28. apríl, var samþykkt án athugasemda og verður birt á vef Stjórnlagaráðs.
3. Skýrsla B-nefndar
Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar hingað til.
Fundarstjóri gaf orðið laust um starf og skýrslu B-nefndar og eftirtaldir tóku til máls: Gísli Tryggvason, Katrín Fjeldsted, Lýður Árnason, Katrín Fjeldsted, Þorvaldur Gylfason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Oddsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Katrín Fjeldsted, Andrés Magnússon, Vilhjámur Þorsteinsson, Pawel Bartoszek, Þorkell Helgason, Eiríkur Bergmann Einarsson, Katrín Fjeldsted, Gísli Tryggvason, Lýður Árnason, Þórhildur Þorleifsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Oddsdóttir, Gísli Tryggvason, Lýður Árnason, Örn Bárður Jónsson, Pétur Gunnlaugsson, Andrés Magnússon, Pawel Bartoszek, Guðmundur Gunnarsson, Þorkell Helgason, fundarstjóri, Illugi Jökulsson og Gísli Tryggvason.
Katrín Fjeldsted, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu nefndarinnar.
4. Skýrsla og tillögur C-nefndar
Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C, flutti yfirlit yfir störf nefndarinnar og gerði grein fyrir tveimur tillögum frá nefndinni sem liggja fyrir fundinum.
Tillaga nefndarinnar frá 6. fundi um breytingar á áfangaskjali var lögð fram til afgreiðslu, sjá fylgiskjal með fundargerð þessari. Tillagan fjallar um dómstóla. Formaður nefndarinnar fór yfir þær athugasemdir sem fram hefðu komið og breytingar sem nefndin hafði gert á skjalinu síðan þá, í sömu röð og þær koma fyrir í tillögunni.
Ný tillaga nefndarinnar um svokallaða Lögréttu var lögð fram til kynningar, sjá fylgiskjal með fundargerð. Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir tillögunni.
4.1 Tillaga frá 6. fundi um breytingar á áfangaskjali lögð fram til afgreiðslu (Dómstólar)
Að lokinni framsögu formanns nefndarinnar gaf fundarstjóri orðið laust um tillögur C-nefndar varðandi dómstóla.
Eftirtaldir tóku til máls: Eiríkur Bergmann Einarsson, Guðmundur Gunnarsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Gísli Tryggvason, fundarstjóri, Katrín Fjeldsted, fundarstjóri, Katrín Oddsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Erlingur Sigurðarson, fundarstjóri, Þorkell Helgason, Íris Lind Sæmundsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Lýður Árnason, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, fundarstjóri, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir.
Fundarstjóri lýsti því að breytingartillögum fulltrúa við tillögur nefnda yrði vísað til viðkomandi nefndar. Þetta ætti við hvort sem viðkomandi tillaga nefndar væri til kynningar eða afgreiðslu. Texti áfangaskjals fæli ekki í sér endanlega niðurstöðu Stjórnlagaráðs og því gæti hann allur tekið breytingum á síðari stigum. Að því leyti sem tillaga C-nefndar fjallaði um forseta Íslands, og varðaði þannig verkefni B-nefndar, væri hins vegar ástæða til að setja „forseta Íslands" í hornklofa þ.e. [...].
Lagðar voru fram tvær breytingartillögur við kaflann um dómstóla og var þeim vísað til C-nefndar. Flutningsmenn fyrri tillögunnar voru: Katrín Oddsdóttir, Þorkell Helgason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Flutningsmenn síðari tillögunnar voru: Gísli Tryggvason og Þorvaldur Gylfason.
Pawel Bartoszek formaður nefndarinnar fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu nefndarinnar.
Þórhildur Þorleifsdóttir fékk orðið og tók til máls.
Tillagan, (að viðbættum hornklofa) tekin til afgreiðslu og greidd um það atkvæði hvort hún færi svo inn í áfangaskjal. Í því felst ekki endanleg afstaða eða niðurstaða Stjórnlagaráðs.
Atkvæði féllu svo:
Samþykk:
Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson
Á móti: Lýður Árnason
Sátu hjá: Erlingur Sigurðarson
Fjarverandi: Ómar Þorfinnur Ragnarsson
Þorvaldur Gylfason fékk orðið og taldi eðlilegt að atkvæðagreiðslur í ráðinu væru opinberar. Með því móti gæti fólk fengið að vita hvernig hver og einn fulltrúi hefði greitt atkvæði. Fundarstjóri svaraði því til að málið yrði tekið til skoðunar.
Stutt fundarhlé.
4.2 Ný tillaga um breytingar á áfangaskjali lögð fram til kynningar (Lögrétta)
Fundarstjóri gaf orðið laust um nýja tillögu C-nefndar sem lögð var fram til kynningar. Tillagan fjallar um Lögréttu og er fylgiskjal með fundargerð.
Eftirtaldir tóku til máls: Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gísli Tryggvason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Oddsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Guðmundur Gunnarsson, Andrés Magnússon, Pawel Bartoszek, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Katrín Fjeldsted, Íris Lind Sæmundsdóttir, Þorkell Helgason, Katrín Oddsdóttir, Gísli Tryggvason og Andrés Magnússon.
Pawel Bartoszek formaður nefndarinnar fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu.
Lögð var fram ein breytingartillaga við kaflann um Lögréttu og var henni vísað til C-nefndar. Flutningsmenn tillögunnar voru: Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason.
Fundarstjóri gerði breytingu á dagskrá með því að fresta dagskrárlið 5, Skýrslu og tillögum A-nefndar, til næsta dags. Engar athugasemdir komu fram við þetta.
6. Stefnuræður fulltrúa
6.1 Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir flutti ræðu sína.
6.2 Ómar Þorfinnur Ragnarsson
Ómar Þorfinnur Ragnarsson flutti ræðu sína.
7. Fundi frestað
Fundarstjóri gerði grein fyrir því að fundi Stjórnlagaráðs yrði fram haldið föstudaginn 6. maí, kl. 9.30. Þá verður dagskrá fram haldið, nánar tiltekið skýrslu og tillögum A-nefndar, undir lið 4.
7. ráðsfundur - fram haldið 6. maí 2011, kl. 9.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.
Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
Forföll hafði boðað: Ari Teitsson
Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.
Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.
5. Skýrsla og tillögur A-nefndar
Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, flutti yfirlit yfir störf nefndarinnar og gerði grein fyrir þremur tillögum frá nefndinni sem liggja fyrir fundinum.
Tvær tillögur nefndarinnar frá 6. fundi um breytingar á áfangaskjali voru lagðar fram til afgreiðslu, sjá fylgiskjal með fundargerð þessari. Önnur tillagan fjallar um að nýrri 1. gr. verði bætt fremst í áfangaskjal. Hin tillagan gerir ráð fyrir að mannréttindakafli stjórnarskrár verði færður framar, sjá fylgiskjal með fundargerð. Formaður nefndarinnar fór yfir þær athugasemdir sem fram hefðu komið og breytingar sem nefndin hafði gert, í sömu röð og þær koma fyrir í tillögunni.
Ný tillaga nefndarinnar um ellefu ákvæði í mannréttindakafla stjórnarskrár var lögð fram til kynningar, sjá fylgiskjal með fundargerð. Formaður nefndarinnar kynnti tillöguna.
5.1 Tillögur A-nefndar frá 6. fundi um breytingar á áfangaskjali lagðar fram til afgreiðslu (Ný 1. gr. og staðsetning mannréttindakafla)
Að lokinni framsögu formanns nefndarinnar gaf fundarstjóri fyrst orðið laust um tillögu A-nefndar þess efnis að nýrri 1. gr. verði bætt fremst í áfangaskjal. Eftirtaldir tóku til máls: Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Þorkell Helgason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Dögg Harðardóttir, Pawel Bartoszek, Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Lýður Árnason, Freyja Haraldsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Dögg Harðardóttir, Illugi Jökulsson og Þorkell Helgason.
Silja Bára Ómarsdóttir formaður nefndarinnar fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu.
Tillaga A-nefndar um að nýrri 1. gr. verði bætt fremst í áfangaskjal var tekin til afgreiðslu og greidd um það atkvæði hvort hún færi svo inn í áfangaskjalið. Áfangaskjal felur ekki í sér endanlega afstöðu eða niðurstöðu Stjórnlagaráðs.
Samþykk Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson,Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir, Örn Bárður Jónsson.
Á móti
Sátu hjá Andrés Magnússon, Pawel Bartoszek
Fjarverandi Ari Teitsson
Fundarstjóri gaf laust um tillögu A-nefndar þess efnis að mannréttindakafli stjórnarskrár verði færður.
Eftirtaldir tóku til máls: Íris Lind Sæmundsdóttir, Pawel Bartoszek og Ástrós Gunnlaugsdóttir.
Silja Bára Ómarsdóttir formaður nefndarinnar fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu.
Tillagan var tekin til afgreiðslu og greidd um það atkvæði hvort hún færi svo inn í áfangaskjalið. Áfangaskjal felur ekki í sér endanlega afstöðu eða niðurstöðu Stjórnlagaráðs.
Samþykk Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson,Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir, Örn Bárður Jónsson
Á móti
Sátu hjá Pawel Bartoszek
Fjarverandi Ari Teitsson
5.2 Ný tillaga A-nefndar um breytingar á áfangaskjali lagðar fram til kynningar (mannréttindaákvæði)
Fundarstjóri gaf orðið laust um nýja tillögu A-nefndar varðandi ellefu ákvæði í mannréttindakafla stjórnarskrár. Eftirtaldir tóku til máls: Dögg Harðardóttir, Ómar Ragnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pawel Bartoszek, Lýður Árnason, Arnfríður Guðmundsdóttir, Andrés Magnússon, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Pétur Gunnlaugsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Lýður Árnason, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Gísli Tryggvason, Örn Bárður Jónsson, Freyja Haraldsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Eiríkur Bergmann Einarsson, Andrés Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Þorkell Helgason og Erlingur Sigurðarson.
Silja Bára Ómarsdóttir formaður nefndarinnar fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu.
Lögð var fram ein breytingartillaga við kaflann um mannréttindi og var henni vísað til A-nefndar. Flutningsmaður var Ómar Þorfinnur Ragnarsson.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.15.
Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir