Fylgiskjal
Tekið fyrir: 7. ráðsfundur
Breytingartillaga nr. 2 á 7. ráðsfundi – GT, ÞG
Tillaga Gísla Tryggvasonar og Þorvaldar Gylfasonar að breytingum á tillögu nefndar C um kafla D um dómstóla sem afgreidd var inn í áfangaskjal á ráðsfundi í dag – en boðað að breytingartillögum yrði vísað til meðferðar í nefndinni:
1. Kaflaheitið verði „Dómsvald[ið“]
Rök:
Eins og að okkar mati á að vera almennt í kaflaheitum – svo sem „Löggjafarvald[ið]“ þ.e. valdþættir (en ekki handhafar valdþáttanna).
2. a) Í D1 falli brott orðin „og fjöldi dómara“
b) Í D4 komi inn (annaðhvort að viðbættu gildistökuákvæði þegar dómurum fækkar í 9 eða bráðabirgðaákvæði um 12 á meðan eða að viðbættu orðinu „framvegis“ í neðangreinda tillögu á eftir „skulu“):
„Í Hæstarétti skulu að hámarki sitja 9 reglulegir dómarar.“
Rök:
Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla með skipulagi í stjórnarskrá sem löggjafinn getur ekki hnekkt eins og dæmi hérlendis og frá BNA á 4. áratugnum sýna og skipan 25% Hæstaréttar í fyrradag sýnir að unnt er.
3. Í stað 1. málsliðar í D2 komi: „Dómstólar eru sjálfstæðir og öllum óháðir.“ Orðin „samkvæmt venju eða eðli sínu“ í D2 falli brott.
Rök:
Efnisregla um sjálfstæði dómstóla á heima í stjórnarskrá fremur en tilmæli til löggjafans um að tryggja það. Um er að ræða óþarft orðalag sem fellt er brott.
4. 2. mgr. ákvæðis D4 breytist og bætist svo (sjá hornklofa og undirstrikanir):
Rök:
Brot gegn lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, svo og deilur um félagsaðild o.fl. falla nú undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 44. gr. þeirra laga og 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna; ekki virðist ástæða til þess að breyta því – en ella viljum við heyra rök fyrir slíkri afstöðu. Niðurlagsorðalagið má skilja þannig að Félagsdómur sé ekki dómstóll – sem hann er, sbr. þrautavaratillögu (c). Helst viljum við sjá að aðeins Hæstiréttur endurskoði refsiákvarðanir Félagsdóms, sbr. aðaltillögu (a) en a.m.k. ekki héraðsdómur, sbr. varatillögu (b).
5. Í 1. málslið D5 falli orðin „án tillögu ráðherra“ brott. Við 2. mgr. D5 bætist nýr 3. málsliður, svohljóðandi: „Fyrirkomulagið skal stuðla að því að fjölskipaðir dómstólar séu skipaðir dómurum með fjölbreytilegan bakgrunn. “Orðið „Lögskipuð“ breytist í „Lögbundin“ í D5. Þá bætist „2/3“ fyrir framan „Alþingis“. Þá er ofaukið „að“ á undan „með lögum“.
Rök:
Þó að fyrirliggjandi tillaga hindri ekki fjölbreytileika tryggir hún hann ekki eins og þörf er á. Þá þarf að girða fyrir þann misskilning að löggjafinn velji þá einstaklinga sem í matsnefnd um hæfi umsækjenda sitja; það gerir væntanlega handhafi framkvæmdarvalds. Loks er talið eðlilegt að aukinn meirihluta þurfi til þess að hnekkja faglegu mati til þess að fyrirbyggja enn frekar að einfaldur stjórnarmeirihluti á hverjum tíma freistist til þess að ástæðulausu.