Íris Lind Sæmundsdóttir
Lögfræðingur - F. 1976
iris.lind.saemundsdottir@stjornlagarad.is
Námsferill
Diplóma í hafrétti frá Hafréttarakademíunni á Rhodos 2010.
Meistaragráða í lögum frá Háskóla Íslands 2008. Hluti meistaranáms tekinn við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn. Efni meistararitgerðar var á sviði stjórnskipunarréttar og fjallaði um breytingar á utanríkismálakafla gildandi stjórnarskrár. Grein um sama efni birtist eftir mig í 4. tbl. Úlfljóts árið 2008.
Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 1997.
Starfsferill
Utanríkisráðuneyti frá 2008; lögfræðingur á skrifstofu Evrópumála. Sit m.a. í laganefnd EFTA, er starfsmaður samningahóps um dóms- og innanríkismál og starfsmaður samningahóps um lagaleg málefni í aðildarviðræðum við ESB.
Aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra, 2009.
Mannréttindastofnun Íslands; hlutastarf vegna lagalegra þýðinga og reifana á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem þýðingu hafa fyrir íslenska réttarframkvæmd, 2006-2010.
LOGOS Reykjavík, 2007.
Reykjavíkurborg, 2002-2006. Ritari borgarstjóra (2002-2004) og síðar löglærður starfsmaður á skrifstofu borgarlögmanns (hlutastarf 2004-2006).
Flugfreyja hjá flugfélaginu Atlanta frá 1999-2006 og Icelandair frá 2006-2007.
Félagsstörf og annað
Félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Ein af stofnendum Skólastoðarinnar haustið 2009. Skólastoðin safnaði og gaf skólavarning til grunnskólabarna á Íslandi. Verkefnið hlaut Félagshyggjuverðlaunin 2009.
Fulltrúi ráðherra í verkefnastjórn um Straumhvörf, 2009. Átaksverkefni sem komið var á fót til að leysa uppsafnaðan húsnæðisvanda geðfatlaðra einstaklinga og efla þjónustu við þá.
Ráðgjafanefnd félags- og tryggingamálaráðherra vegna úthlutunar styrkja til kvenna á grundvelli verkefnisins Atvinnumál kvenna, 2009.
Mannréttindanefnd ELSA, félags evrópskra laganema á Íslandi, 2004-2005.