Katrín Fjeldsted

Læknir - F. 1946

katrin.fjeldsted@stjornlagarad.is

Námsferill

Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966.
Kandídatspróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1973.
Framhaldsnám í Bretlandi 1974-1979. Sérfræðingur í heimilislækningum 1980.

Starfsferill 

Settur aðstoðarborgarlæknir 1979-1980.
Læknir við heilsugæslustöðina í Fossvogi, síðar við Efstaleiti, frá des. 1980, þar af yfirlæknir des. 1980-1982 og frá 1997 til 2002. Skv. samkomulagi yfirlæknir í 5 ár eftir að þingsetu lauk, frá 1. október 2005 til 1. október 2010.

Ritstörf og fræðistörf:

Þýddi ásamt Valgarði Egilssyni leikritið Amadeus. Skrifaði í mörg ár ritdóma í Morgunblaðið um bækur um læknisfræðileg efni. Hefur skrifað nokkra bókarkafla auk greina í blöð og tímarit.

Þingmennska:  

Varaþingmaður frá 1995-31. des. 1998, þingmaður Reykvíkinga frá 1. jan. 1999-2003, varaþingmaður (Reykjavík norður) frá 2003-2007 (D).

Reykjavíkurborg:

Borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1994 fyrir D-lista, Sjálfstæðisflokk.
Auk þess að eiga m.a. sæti í eftirtöldum nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar:
1982 heilbrigðisráði, formaður, byggingarnefnd heilsugæslustöðva, umferðarnefnd.
1986-1990  annar varaforseti borgarstjórnar, borgarráði, heilbrigðismálaráði Reykjavíkurhéraðs og heilbrigðisráði Reykjavíkur, formaður. 1990-1994 annar varaforseti borgarstjórnar, borgarráði og heilbrigðisnefnd, formaður og umhverfismálaráði.
Í stjórn Sorpu 1992-1994. Formaður hjólanefndar Reykjavíkur 1994.

Félags- og trúnaðarstörf    

Formaður undirbúningsnefndar fyrir menningarvikuna „Breaking the Ice" sumarið 1993 í Glasgow fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Formaður Félags ísl. heimilislækna 1995-1999 og í stjórn Læknafélags Íslands 1996-1999.  
Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1999 og 2000.
Í CPME, Evrópusamtökum lækna, síðan 1999, varaforseti 2006-2009 og gjaldkeri frá 2010.
Í stjórn samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.

Fjölskylda

Maki: Valgarður Egilsson, læknir og rithöfundur, f. 1940. Börn: Jórunn Viðar f. 1969, Einar Vésteinn f. 1973, d. 1979, Vésteinn f. 1980, Einar Steinn f. 1984. Barn maka: Arnhildur f. 1966.