Þorvaldur Gylfason
Prófessor - F. 1951
thorvaldur.gylfason@stjornlagarad.is
Námsferill
Stúdent frá MR 1970.
B.A. Econ. (Honours) í hagfræði frá University of Manchester í Englandi 1973. M.A. í hagfræði frá Princeton University í Bandaríkjunum 1975 (sérgreinar: alþjóðahagfræði, peningahagfræði, tölfræði og hagmælingar).
Ph.D. í hagfræði frá Princeton University 1976 (sérgrein: þjóðhagfræði).
Starfsferill
Starfsmaður í hagfræðideild Seðlabanka Íslands sumrin 1971-72.
Starfsmaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins (Þjóðhagsstofnunar) sumrin 1973-74.
Aðstoðarkennari í hagfræði við Princeton-háskóla 1975-76.
Hagfræðingur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, DC, 1976-81. Rannsóknafélagi hjá Alþjóðahagfræðistofnuninni (Institute for International Economic Studies) við Stokkhólmsháskóla 1978-96.
Rannsóknafélagi hjá SNS (Center for Business and Policy Studies) í Stokkhólmi 1996-2004.
Gistikennari við International Graduate School í Stokkhólmsháskóla 1982-83. Prófessor í þjóðhagfræði í Háskóla Íslands frá 1. júlí 1983. Rannsóknaprófessor í hagfræði frá 1. janúar 1998 til 30. júní 2004. Gistiprófessor í Princeton-háskóla 1986-88.
Ráðgjafar- og ritstörf fyrir Seðlabanka Íslands 1984-93.
Rannsóknafélagi við Center for Economic Policy Research (CEPR) í London 1987-2009.
Rannsóknafélagi við Center for U.S.-Japan Business and Economic Studies við New York University í New York frá 1989.
Rannsóknafélagi við Center for Economic Studies (CESifo) við Háskólann í München frá 1999.
Ráðgjafarstörf og fyrirlestrahald á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) frá 1993 og Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) frá 1992 og einnig ráðgjöf og rannsóknir fyrir Evrópusambandið, Alþjóðabankann og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Ritstjóri European Economic Review 2002-2010.
Aðstoðarritstjóri European Economic Review 1986-92.
Aðstoðarritstjóri Japan and the World Economy frá 1989.
Aðstoðarritstjóri Scandinavian Journal of Economics 1995-2005.
Aðstoðarritstjóri Macroeconomic Dynamics frá 1997.
Ritstörf:
Sjá ritaskrá.
Auk þess um 700 greinar í dagblöðum, einkum Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, og tímaritum, einkum Vísbendingu, auk ýmissa erlendra blaða. Einnig nokkrar greinar um óperur og óperutónlist í Morgunblaðinu, Óperublaðinu og leikskrá Íslensku óperunnar og ellefu prentuð kórverk í Skírni, Tímariti máls og menningar og Fréttablaðinu.
Félagsstörf/stjórnmálastörf
Formaður stjórnar Kaupþings hf. 1986-90.
Deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 1988-90. Formaður stjórnar Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1988-94.
Formaður fulltrúaráðs Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1987-88.
Formaður í Programme Committee í European Economic Association (Evrópska hagfræðingafélaginu) á 5. ársfundi félagsins í Lissabon 1990. Formaður stjórnar hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. 1990-92.
Kjörinn í framkvæmdaráð Economic European Association 1992-96.
Formaður sérfræðinganefndar, sem gerði úttekt á sænsku efnahagslífi 1997. Kjörinn heiðursfélagi í Evrópska hagfræðingafélaginu 2004.
Í stjórn Söngskólans í Reykjavík frá 2009.
Fjölskylda
Maki: Anna Karitas Bjarnadóttir f. 1951, tryggingaráðgjafi í Sjóvá. Börn: Jóhanna Andrea Jónsdóttir, f. 1972. Bjarni Jónsson, f. 1976.