Stefnuræður fulltrúa og fyrstu drög að tillögum á 6. ráðsfundi
28.04.2011 15:51
Formenn og varaformenn nefnda Stjórnlagaráðs sögðu frá nefndarstarfinu í vikunni á 6. ráðsfundi og nefndir A og C kynntu drög að fyrstu tillögum sínum. Nefnd A sem fjallar m.a. um kaflaskipan stjórnarskrárinnar kynnti tillögu sína sem fjallaði m.a. um að færa mannréttindakafla stjórnarskrárinnar fremst í áfangaskjal Stjórnlagaráðs. Nefnd C kynnti tillögu sína um dómsvaldið í sex liðum, þar var m.a. kynnt tillaga um að forseti Íslands skipi dómara eða setji í embætti og veiti þeim lausn án tillögu ráðherra. Þá fluttu þeir Andrés Magnússon, Erlingur Sigurðarson og Gísli Tryggvason stefnumarkandi ræður sínar. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér á vef ráðsins.