Fylgiskjal
Tekið fyrir: 6. ráðsfundur
Tillögur nefndar A um uppbyggingu áfangaskjals
Nefnd A leggur fram til kynningar svohljóðandi breytingar á uppbyggingu áfangaskjals Stjórnlagaráðs:
1. grein stjórnarskrár verði inngangsorð með þeim gildum sem liggja stjórnarskránni til grundvallar. Verði sérstaklega litið til niðurstöðu þjóðfundar, þar sem áhersla var m.a. lögð á lýðræði, frið, sjálfbærni, jafnrétti, valddreifingu og ábyrgð.
Mannréttindakafli verði færður fremst í stjórnarskrána, þannig að jafnræðisreglan (65. grein með breytingum) verði 2. grein í áfangaskjalinu. Þá komi önnur mannréttindaákvæði, sem verði endurskoðuð og innbyrðis röð þeirra hugsanlega breytt.