6. ráðsfundur

28.04.2011 13:00

Dagskrá:
 1. Fundargerðir 3.-5. ráðsfundar bornar upp til samþykktar
 2. Yfirlit frá nefndastarfi
 3. Tillögur um breytingar á áfangaskjali lagðar fram til kynningar
 4. Stefnumarkandi umræða fulltrúa: Andrés Magnússon, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason

Fylgiskjöl:

  Fundargerð

  Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

  Forföll höfðu boðað eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted og Guðmundur Gunnarsson.

  Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

  Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

  Til fundarins var boðað af hálfu stjórnar með tölvupósti miðvikudaginn 28. apríl 2011 og dagskrá í samræmi við fundarboð, með því fráviki sem greinir undir lið 3.

  1. Setning fundar

  Formaður, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum.

  2. Fundargerðir 3.-5. ráðsfundar bornar upp til samþykktar

  Fundargerðir 3. og 4. ráðsfundar voru lagðar fram til kynningar á 5. ráðsfundi og fundargerð þess síðastnefnda kynnt fulltrúum með tölvupósti 27. apríl.

  Fundargerðirnar voru samþykktar án athugasemda og verða birtar á vef Stjórnlagaráðs.

  3. Yfirlit frá nefndastarfi og tillögur um breytingar á áfangaskjali lagðar fram til kynningar

  Dagskrárliðir 3 og 4, skv. fundarboði, voru sameinaðir með leyfi fundarins. Formaður lýsti því að hver nefnd myndi kynna starf sitt hingað til. Jafnframt hafi komið fram tillögur frá nefndum A og C sem nú séu lagðar fram til kynningar. Tillögur þessar voru sendar fulltrúum í gær.

  Formaður lýsti því að fyrirsvarsmenn nefnda muni kynna umræddar tillögur og að því búnu fara fram almennar umræður um þær. Afgreiðsla muni hins vegar fara fram á næsta ráðsfundi. Að þessu sinni muni nefnd C byrja en að því leyti muni nefndirnar skiptast á.

  Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C, gerði grein fyrir tillögu nefndarinnar.

  Formaður gaf orðið laust um tillögu verkefnanefndar C og eftirtaldir tóku til máls: Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Katrín Oddsdóttir, Dögg Harðardóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorvaldur Gylfason, Þorkell Helgason og Þórhildur Þorleifsdóttir.

  Í máli Eiríks Bergmanns Einarssonar kom fram áhugi á að leggja fram breytingartillögu og formaður lýsti því að slíkar tillögur færu til umfjöllunar í viðkomandi nefnd áður en þær yrðu teknar fyrir á ráðsfundi.

  Pawel Bartoszek formaður fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu nefndarinnar.

  Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður verkefnanefndar B, flutti yfirlit yfir verkefni nefndarinnar og þær umræður sem þar hafa farið fram.

  Formaður gaf orðið laust um verkefni B-nefndar og eftirtaldir tóku til máls: Eiríkur Bergmann Einarsson og Ómar Þorfinnur Ragnarsson.

  Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, fjallaði um verkefni og störf nefndarinnar, auk þess sem hún kynnti fram komna tillögu.

  Formaður gaf orðið laust um tillögu verkefnanefndar A og eftirtaldir tóku til máls: Þórhildur Þorleifsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Gísli Tryggvason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Dögg Harðardóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Erlingur Sigurðarson og Örn Bárður Jónsson.

  Silja Bára Ómarsdóttir formaður fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum. Þær munu koma til athugunar við áframhaldandi vinnu nefndarinnar.

  Fomaður gerði fundarhlé í 15 mínútur.

  4. Stefnumarkandi umræða fulltrúa

  Formaður lýsti því að komið hefðu fram óskir fulltrúa um tækifæri til að koma stefnumálum sínum og áherslum á framfæri við ráðsfund. Send var út fyrirspurn um áhuga fulltrúa í þessu efni og að þessu sinni eru þrjár slíkar framsögur á dagskrá.

  Fulltrúar munu raðast á næstu fundi í samræmi við það hvenær þeir hafi komið óskum sínum um þátttöku á framfæri við formann. Fyrirkomulag verði nánar tiltekið þannig að hver og einn fái að hámarki 15 mínútur og ekki verði boðið upp á fyrirspurnir eða umræður að því loknu.

  4.1 Andrés Magnússon

  Andrés Magnússon flutti framsögu sína.

  4.2 Erlingur Sigurðarson

  Erlingur Sigurðarson flutti framsögu sína.

  4.3 Gísli Tryggvason

  Gísli Tryggvason flutti framsögu sína.

  5. Næsti fundur

  Fundarstjóri gerði grein fyrir því að næsti fundur Stjórnlagaráðs verði haldinn fimmtudaginn 5. maí. Dagskrá verði send út síðar.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50.

  Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.