Um hundrað erindi borist til Stjórnlagaráðs

17.05.2011 15:59

Um hundrað erindi borist til Stjórnlagaráðs

 

Almenningur og félagasamtök hafa verið virk í að senda Stjórnlagaráði erindi síðustu vikur og eru þau nú þegar orðin um hundrað. Erindin koma aðallega frá almenningi en einnig frá samtökum eins og Hagsmunasamtökum heimilannaLýðræðisfélaginu Öldu, Siðmennt og fleirum. Almenningur getur sett inn ummæli við erindin og nú þegar á sér stað mikil umræða við mörg þeirra þar sem bæði fulltrúar í ráðinu og aðrir tjá sig. Ferill erinda í Stjórnlagaráði er þannig að þau birtast á vef ráðsins undir nafni sendanda, þar er hægt að skrifa ummæli um þau. Þau eru jafnframt flokkuð og send til nefnda þar sem þau eru tekin fyrir og rædd. Afstaða Stjórnlagaráðs til efnislegra atriða í stjórnarskrá kemur fram í væntanlegu frumvarpi og því er ekki gert ráð fyrir að  hverju og einu erindi verði svarað sérstaklega.

 

 

Fara í fréttalista