Frumvarp
13. grein. Eignarréttur
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög. Nýting eignarréttar skal ekki ganga gegn almannahag.
Frumvarp Stjórnlagaráðs hefur mótast á fundum ráðsins, þar sem einstakar tillögur hafa verið kynntar, ræddar og afgreiddar. Skýringar nefnda og fulltrúa með hverri tillögu er að finna hér á heimasíðunni í fylgiskjölum ráðsfunda, nánar tiltekið undir „Um starfið“.
Breytingatillögur
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.