Breytingatillaga #118

Við 13. grein. Eignarréttur

Flytjendur:
  • Silja Bára Ómarsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Felldur verði út 2 málsliður 2. mgr. þar sem segir svo: "Nýting eignarréttar skal ekki ganga gegn almannahag."

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög.

 

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög. Nýting eignarréttar skal ekki ganga gegn almannahag.

Skýringar:

Eftir talsverðar umræður þótti nefndinni að síðari málslið 2. mgr. ákvæðis um eignarrétt væri ofaukið. Orðið "almannahagur" er mjög matskennt og í framkvæmd yrði það undir löggjafanum komið að túlka það við lagasetningu. Þar af leiðandi þykir nefndinni nóg að tiltekið sé í 1. málslið 2. mgr. að skyldur og takmarkanir séu í samræmi við lög og gerir tillögu um að 2. málslið verði sleppt.