Breytingatillaga #114

Við 3. grein. Ríkisborgararéttur

Flytjendur:
  • Silja Bára Ómarsdóttir
  • Pawel Bartoszek
  • Katrín Oddsdóttir
  • Arnfríður Guðmundsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Bætt við rétti þeirra til ríkisborgararéttar sem fæðast á landinu.

Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast allir þeir sem fæðast á Íslandi,þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.

Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.

Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.

Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.

Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.

Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.

Skýringar:

Vísað til skýringa A-nefndar í með áfangaskjali á sínum tíma.