Frumvarp
3. grein. Ríkisborgararéttur
Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.
Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Frumvarp Stjórnlagaráðs hefur mótast á fundum ráðsins, þar sem einstakar tillögur hafa verið kynntar, ræddar og afgreiddar. Skýringar nefnda og fulltrúa með hverri tillögu er að finna hér á heimasíðunni í fylgiskjölum ráðsfunda, nánar tiltekið undir „Um starfið“.
Breytingatillögur
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.