Lýðræðisleg þátttaka almennings

Ummæli:

  1. Málskot til þjóðarinnar

    Alþingi skal bera undir þjóðaratkvæði lög ef tíu af hundraði kjósenda krefjast þess innan þriggja mánaða frá samþykki laganna.

    Atkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá samþykkt laganna.

    Þó er ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.

    Nánari reglur um málsmeðferð varðandi kröfu kjósenda og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skulu settar með lögum.

  2. Þjóðaratkvæði um tiltekin mál

    Alþingi er heimilt að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu, bindandi eða ráðgefandi, um tiltekin mál.

    Alþingi skal láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin málefni sem varða almannahag ef tíu af hundraði kjósenda krefjast þess.

    Atkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að staðfest krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir. Að öðru leyti gilda ákvæði 3. mgr. og 4. mgr. 1. gr.

  3. Stjórnarskrárbreytingar

    Til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskrá nái fram að ganga á Alþingi þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Hljóti það samþykkt skal það borið undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

  4. Málskot forseta

    Tillaga C nefndar liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Upplýsingar

13. ráðsfundur: Kafli til kynningar

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.