Stjórnlagaráð samþykkir kafla um forseta Íslands

27.07.2011 10:28

Stjórnlagaráð hefur samþykkt kafla um forseta Íslands í drögum að nýrri stjórnarskrá. Kaflinn telur alls 10 ákvæði sem eru mun færri ákvæði en í núgildandi stjórnarskrá.  Þar kemur m.a. fram að forseti skuli hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði. Fram kemur að forseti skuli ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Þá er kveðið á um að  forseti Alþingi sé staðgengill forseta Íslands geti hann ekki gegnt störfum sínum um sinn vegna heilsufars eða öðrum ástæðum. Í núgildandi stjórnarskrá eru staðgenglar forsetans þrír.

Fara í fréttalista