Fyrstu umræðu um drög að nýrri stjórnarskrá lokið
22.07.2011 11:59

Stjórnlagaráð lauk á 17. ráðsfundi fyrstu umræðu um drög að nýrri stjórnarskrá. Á fundinum fór fram umræða um drögin og breytingartillögur frá fulltrúum ráðsins. Þá voru greidd atkvæði um breytingartillögur við frumvarpsdrögin. Ný útgáfa að drögum að nýrri stjórnarskrá hefur birst á vefnum stjornlagarad.is.
Síðari umræða um drög að nýrri stjórnarskrá fer fram eftir helgi og þá geta aftur orðið breytingar. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild fer fram í næstu viku. Frumvarpið verður formlega afhent forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, föstudaginn 29. júlí kl. 10.30 í Iðnó.