Spænskir fjölmiðlamenn fylgjast með störfum Stjórnlagaráðs

15.07.2011 10:43

Spænskir fjölmiðlamenn fylgjast með störfum Stjórnlagaráðs

 

Þriggja manna teymi dagskrárgerðarmanna frá ríkisjónvarpi Katalóníu á Spáni hefur undanfarið fylgst með störfum Stjórnlagaráðs. Teymið starfar fyrir þátt sem kallast 30 mínútur og er sýndur á stöð þrjú í Katalóníu á sunnudögum. Þátturinn hefur verið í gangi í alls 26 ár og nýtur mikillar virðingar. Ráðgert er að þátturinn um Ísland verði sýndur í september. Samkvæmt upplýsingum frá hópnum er mikill áhugi á Spáni á því sem hefur verið að gerast hér á landi undanfarin ár og hvernig Íslendingar hyggjast breyta stjórnarskránni. Annað teymi spænskra kvikmyndagerðamanna heimsótti Stjórnlagaráð einnig í vikunni en sá hópur vinnur að heimildarmynd um Ísland, fjármálakreppuna og endurreisnina.

 

Fara í fréttalista