Þorvaldur Gylfason og Katrín Oddsdóttir útskýra mannréttindakafla áfangaskjalsins

08.07.2011 09:47

Þorvaldur Gylfason og Katrín Oddsdóttir útskýra mannréttindakafla áfangaskjalsins

A-nefnd Stjórnlagaráðs hefur lagt fram mannréttindakafla í áfangaskjal sem telur alls 31 grein. Ýmis nýmæli koma þar fram eins og ákvæði um mannlega reisn, jafnræðisreglan er mun ítarlegri en í núverandi stjórnarskrá, kveðið er á um að allir skuli njóta mannhelgi og lagt er til ítarlegt ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnsýslu. Þá er lagt til nýtt ákvæði um frelsi fjölmiðla. Ný grein kemur fram í ákvæði um tjáningarfrelsi en þar er kveðið á um að stjórnvöld skuli tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu, svo sem óheftan aðgang að netinu og upplýsingatækni. Loks koma fram nýjar greinar um náttúru og umhverfi. Þau Þorvaldur Gylfason og Katrín Oddsdóttir segja hér frá kaflanum.

 

Fara í fréttalista