Landsdómur verði lagður niður í núverandi mynd og almennir dómstólar taki við

01.07.2011 15:34

Landsdómur verði lagður niður í núverandi mynd og almennir dómstólar taki við

 

Stjórnlagaráð samþykkti breytingartillögu C-nefndar í dómstólakafla áfangaskjalsins á 15. ráðsfundi um að Landsdómur verði lagður niður í núverandi mynd og verkefni hans færð til almennra dómstóla.

Í ákvæðinu kemur fram að þingnefnd, þriðjungur þingmanna eða forseti Íslands geti vísað til Hæstaréttar að dæma hvort lög, stjórnarathafnir eða athafnaleysi stjórnvalda samrýmist stjórnarskrá. Fallið er frá sérstakri skipan Hæstaréttar í þeim tilfellum eins og var í fyrri tillögum nefndar.

 

Fara í fréttalista