Mikil þátttaka almennings
29.06.2011 16:10
Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir við allar tillögur Stjórnlagaráðs í áfangaskjali hér á vefnum. Mikil og góð umræða á sér nú stað á vefnum og daglega berast allt að 80-90 athugasemdir. Þá er hægt að senda ráðinu formleg erindi og eru þau nú tæplega 270. Finnur Magnússon tæknistjóri Stjórnlagaráðs segir hér frá gagnvirkni Stjórnlagaráðs við almenning í landinu.