Stjórnlagaráð hefur kynnt rúmlega 100 stjórnarskrárákvæði í áfangaskjali

22.06.2011 13:24

Stjórnlagaráð hefur kynnt rúmlega 100 stjórnarskrárákvæði í áfangaskjali


Í áfangaskjali Stjórnlagaráðs er hægt að fylgjast jafnt og þétt með undirbúningi ráðsins að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Nefndir ráðsins kynna tillögur sínar um breytingar á stjórnarskránni á opnum ráðsfundum sem haldnir eru vikulega og birtast þær á sama tíma í áfangaskjalinu. Vinnu við áfangaskjalið lýkur ekki fyrr en drög að frumvarpi liggja fyrir og geta allar greinar þess því tekið breytingum þar til störfum ráðsins lýkur í lok júlí. Stjórnlagaráð hefur kynnt 106 stjórnarskrárákvæði í áfangaskjalinu sem skiptist í 13 kafla. Þeirra á meðal eru kaflar um mannréttindi, kosningar til Alþingis, störf Alþingis, ráðherra og ríkisstjórn, stjórnsýslu og eftirlit, forseta Íslands, dómsvald, lýðæðislega þátttöku almennings, sveitarfélög og utanríkismál.  

Almenningur getur gert athugasemdir við allar tillögur ráðsins eða sent ráðinu formleg erindi. Nú þegar hafa yfir um 230 erindi borist til Stjórnlagaráðs og yfir 1700 ummæli komið fram við tillögur og erindi.

Næsti opni ráðsfundur Stjórnlagaráðs er á föstudag kl. 9.30. Hann er sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is

Fara í fréttalista