Stjórnarskrárfélagið þýðir áfangaskjal Stjórnlagaráðs
21.06.2011 11:20

Hópur á vegum Stjórnarskrárfélagsins vinnur nú að því að þýða áfangaskjal Stjórnlagaráðs á ensku á vefnum og rýna í það. Þýðingin birtist á wikisíðu Stjórnarskrárfélagsins. Þýðingin er opin fyrir allt áhugafólk. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt störfum Stjórnlagaráðs mikinn áhuga síðustu vikur og slík þýðing er mikill akkur fyrir þá og enskumælandi fólk.