Einn áhrifamesti álitsgjafi í Bandaríkjunum vekur athygli á starfi Stjórnlagaráðs
20.06.2011 14:33

Fareed Zakaria, er einn áhrifamesti fjölmiðlamaður í Bandaríkjunum fjallaði ítarlega um störf og gagnvirkni Stjórnlagaráðs í þættinum What in the World á CNN síðdegis í gær. Hann hrósar starfsháttum ráðsins þar sem almenningur getur sent inn tillögur og erindi. Þá kallar hann eftir nýjum tillögum á bandarísku stjórnarskránni og að þær bestu verði birtar á vef CNN.