Tillögur um kosningar, ráðherra og ríkisstjórn og frelsi fjölmiðla kynntar á 12. ráðsfundi
10.06.2011 16:30

Nefndir Stjórnlagaráðs kynntu alls um 20 tillögur um breytingar á stjórnarskránni á 12. ráðsfundi. C-nefnd ráðsins kynnti tillögur um kosningar til Alþingis og alþingismenn og lýðræðislega þátttöku almennings. A-nefnd kynnti tillögur um upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla auk tillögu um jafnræðisreglu í stjórnarskrá og B- nefnd kynnti tillögur um ráðherra og ríkisstjórn og undirstöður stjórnskipunar. Þá voru tillögur nefndarinnar um forseta Íslands samþykktar inn í áfangaskjal ráðsins. Hægt er að gera athugasemdir við allar tillögur nefnda í áfangaskjali ráðsins.