Kastljós heimsækir Stjórnlagaráð

08.06.2011 09:33

Kastljós heimsækir Stjórnlagaráð

Þóra Arnórsdóttir dagskrárgerðarkona fjallaði um störf Stjórnlagaráðs og ræddi við þær Katrínu Fjeldsted og Ástrósu Gunnlaugsdóttur í Kastljósi í gær. Fjallað var um nokkrar af þeim tillögum sem nefndir ráðsins hafa lagt fram og aðkomu almennings en hægt er að gera athugasemdir við allar tillögur í áfangaskjali ráðsins. Hér er hægt að nálgast umfjöllun Kastljós um Stjórnlagaráð.

Fara í fréttalista