Myndlist í Stjórnlagaráði

06.06.2011 13:26

Myndlist í Stjórnlagaráði

Breski myndlistarmaðurinn Nikhil Nathan Kirsh ætlar að mála mynd af fulltrúum í Stjórnlagaráði og sýna verkið hinn 20. ágúst nk. í Gallerý Fold. Hann segir ástæðuna fyrir verkinu vera að hann hreifst af Stjórnlagaráði. Ráðið sé táknmynd vonar fyrir lýðræði almennt. Aðrar þjóðir horfi hingað og fylgist með störfum ráðsins. Hér er hægt að skoða verk Kirsh á vefnum.

Fara í fréttalista