Starfstími Stjórnlagaráðs framlengdur um mánuð
30.05.2011 16:21

Forsætisnefnd Alþingis féllst í dag á erindi Stjórnlagaráðs um að starfstími ráðsins verði framlengur um mánuð. Stjórnlagaráð hefur samkvæmt þessu tíma þar til í lok júlí til að skila frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Framlenging á starfstíma ráðsins er í samræmi við þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs en þar kemur fram: ,,Stjórnlagaráð skili tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir lok júní 2011. Stjórnlagaráði er heimilt að óska eftir því við forseta Alþingis og forsætisnefnd að starfstími ráðsins verði framlengdur um allt að einn mánuð."