Starfstími Stjórnlagaráðs framlengdur um mánuð

30.05.2011 16:21

Starfstími Stjórnlagaráðs framlengdur um mánuð

Forsætisnefnd Alþingis féllst í dag á erindi Stjórnlagaráðs um að starfstími ráðsins verði framlengur um mánuð. Stjórnlagaráð hefur samkvæmt þessu tíma þar til í lok júlí til að skila frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Framlenging á starfstíma ráðsins er í samræmi við þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs en þar kemur fram: ,,Stjórnlagaráð skili tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir lok júní 2011. Stjórnlagaráði er heimilt að óska eftir því við forseta Alþingis og forsætisnefnd að starfstími ráðsins verði framlengdur um allt að einn mánuð."

 

Fara í fréttalista