Franska blaðið Liberation fylgist með Stjórnlagaráði
16.05.2011 15:30

Maïté Darnault, blaðakona frá franska blaðinu Liberation, fylgdist með störfum Stjórnlagaráðs í síðustu viku og ætlar að birta grein um ráðið í blaðinu innan skamms. Hún fylgdist sérstaklega með séra Erni Bárði Jónssyni, fulltrúa í Stjórnlagaráði. Hún sagði aðspurð að umræða um tengsl ríkis og kirkju hefði verið umtalsverð í Frakklandi og því hefði hún valið að ræða við prest sem tæki þátt í mótun nýrrar stjórnarskrár. Hún lýsti jafnframt yfir ánægju með hversu opin og aðgengileg störf ráðsins séu. Þá kom henni á óvart að finna hversu gott andrúmsloft væri milli fulltrúa í ráðinu þrátt fyrir ólíkar áherslur um sum mál.