800 km. að baki í Hjólað í vinnuna
13.05.2011 14:42

Alls taka 19 fulltrúar og starfsmenn í Stjórnlagaráði þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Nú þegar ein og hálf vika er liðin af átakinu hafa fulltrúar og starfsmenn hjólað eða gengið tæplega 800 kílómetra. Guðmundur Gunnarsson hjólar um 20 km til og frá vinnu í Stjórnlagaráði. Ómar Ragnarsson notar líka afar sparneytinn ferðamáta en hann kemur á „Litla gul". Það má því búast við að kílómetrarnir verði orðnir margir þegar átakinu lýkur hinn 24. maí.