Virk samræða við almenning
09.05.2011 16:05

Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir við áfangaskjal Stjórnlagaráðs á vef ráðsins. Í áfangaskjalinu er hægt að fylgjast jafnt og þétt með undirbúningi ráðsins að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Textinn í skjalinu endurspeglar vikulega ráðsfundi, þar á meðal tillögur til afgreiðslu og kynningar. Nú þegar er hafin umræða á vefnum um þær tillögur sem hafa verið lagðar fram í skjalinu. Þá hefur mikil umræða átt sér stað milli hins almenna borgara og fulltrúa í Stjórnlagaráði um þau erindi sem hafa verið send ráðinu. Erindunum fjölgar jafnt og þétt, en þau eru nú orðin tæplega 60.