Dagskrá Stjórnlagaráðs

04.05.2011 14:22

Dagskrá Stjórnlagaráðs


Vinnuvika fulltrúa í Stjórnlagaráði er þéttskipuð enda ærin verkefni fyrir höndum. Á mánudögum og þriðjudögum eru nefndir ráðsins að störfum hver fyrir sig frá morgni til síðdegis. Nefndirnar halda síðan opna fundi á miðvikudögum þar sem tillögur þeirra eru kynntar fyrir fulltrúum í öðrum nefndum. Á fimmtudagsmorgnum undirbúa fulltrúar sameiginlegan ráðsfund sem hefst kl. 13. Ef ráðsfundir klárast ekki á fimmtudögum er þeim framhaldið á föstudögum. Fulltrúar nýta föstudaga að öðru leyti til að undirbúa sig enn frekar fyrir störf ráðsins.

Fara í fréttalista