Erlendir fræðimenn ræða við fulltrúa í Stjórnlagaráði
04.05.2011 12:03

Fræðimennirnir dr. Claes Belfrage við Queen Mary-háskóla í London og dr. David Berry við Swansea-háskóla í Wales ræða þessa viku við fulltrúa í Stjórnlagaráði um stjórnlagaumbætur. Viðtölin eru liður í stórri rannsókn sem þeir vinna að ásamt Eiríki Bergmann á endurreisn Íslands. Rannsóknin hefur staðið í eitt og hálft ár og áætlað er að hún standi næstu misseri. Þeir Belfrage og Berry verða í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfri Egils á sunnudaginn.