Stjórnlagaráð á öldum ljósvakans

03.05.2011 11:36

Stjórnlagaráð á öldum ljósvakans

Áhugi fjölmiðla á Stjórnlagaráði hefur vaxið jafnt og þétt eftir því sem störfum þess vindur fram. Í býtið á Bylgjunni hefur t.d. ákveðið að ræða við meðlimi ráðsins frá mánudegi til fimmtudags þessa viku, eftir fréttir kl.8. Þátturinn mun jafnframt fylgjast með störfum ráðsins á hverjum mánudagsmorgni héðan í frá. Síðdegisútvarpið á Rás 2 hefur einnig ákveðið að fylgjast með Stjórnlagaráði á fimmtudögum eftir ráðsfundi og Útvarp Saga ætlar að fylgjast með störfum ráðsins á þriðjudögum.

Fara í fréttalista