Stjórnlagaráð fyrir opnum tjöldum
29.04.2011 12:51

Hægt er að fylgjast með störfum Stjórnlagaráðs á helstu samfélagsmiðlum, Facebook, Youtube og Flickr, t.d. eru daglega sett inn stutt viðtöl við fulltrúa á Youtube og Facebook. Beinar útsendingar eru frá ráðsfundum Stjórnlagaráðs, sem eru á fimmtudögum kl. 13, á vefsíðunni og á Facebook. Þar eru jafnframt dagskrár funda, fundargerðir og samþykktir ráðsins. Loks eru reglulega fluttar fréttir af störfum ráðsins á vefsíðunni. Almenningur getur jafnframt sent Stjórnlagaráði erindi á vef ráðsins. Hægt er að senda erindi og viðhengi í tölvupósti á netfangið erindi@stjornlagarad.is. Þau verða birt á vefsetri ráðsins undir nafni og varðveitt sem hluti af skjalasafni ráðsins.