Drög að fyrstu að tillögum um breytingar á stjórnarskrá kynntar
28.04.2011 10:49
Drög að fyrstu tillögum um breytingar á stjórnarskránni verða kynntar á 6. ráðsfundi í dag. Það eru A og C- nefndir Stjórnlagaráðs sem kynna drög að fyrstu tillögum sínum. Þrír fulltrúar halda stefnumarkandi umræður á fundinum en það eru þeir Andrés Magnússon, Erlingur Sigurðarson og Gísli Tryggvason. Ari Teitsson varaformaður Stjórnlagaráðs lýsir hér tilhögun fundarins í dag.