Verkefnanefndir Stjórnlagaráðs og formenn nefnda

20.04.2011 12:25

Verkefnanefndir Stjórnlagaráðs og formenn nefnda

Stjórn Stjórnlagaráðs gerði tillögu um skipan þriggja verkefnanefnda, A, B,og C, sem geri ráðsfundi reglulega grein fyrir framvindu starfs síns á 5. ráðsfundi í gær. Tillagan var samþykkt samhljóða. Formenn og varaformenn nefndanna voru jafnframt kosnir á fundinum. Silja Bára Ómarsdóttir er formaður verkefnanefndar A og Örn Bárður Jónsson varaformaður. Katrín Fjeldsted er formaður verkefnanefndar B og Vilhjálmur Þorsteinsson varaformaður.  Pawel Bartoszek er formaður verkefnanefndar C og Íris Lind Sæmundsdóttir varaformaður. Formenn nefndanna skipa stjórn Stjórnlagaráðs ásamt formanni ráðsins, Salvöru Nordal og varaformanni, Ara Teitssyni.   

 

 

 

Fara í fréttalista