Fjórði fundur Stjórnlagaráðs

15.04.2011 10:14

 Fjórði fundur Stjórnlagaráðs

 

Stjórnlagaráð samþykkti tillögu að fyrsta áfangaskjali sínu á fjórða ráðsfundi sem haldinn var fimmtudaginn 14. apríl. Það er í samræmi við 14. gr. starfsreglna ráðsins þar sem kemur m.a. fram:

,,Ráðsfundur ákveður svo fljótt sem auðið er hvernig hefja skuli undirbúning frumvarps til stjórnarskipunarlaga. Skjal það sem til verður, með áorðnum breytingum hverju sinni, nefnist áfangaskjal og verður aðgengilegt á vef Stjórnlagaráðs."

Tillagan um áfangaskjalið var lögð fram af nefnd sem var skipuð á þriðja fundi Stjórnlagaráðs 13. apríl 2011. Í nefndina voru skipuð þau Freyja Haraldsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þorkell Helgason, Arnfríður Guðmundsdóttir og Pavel Bartoszek.

Stjórnlagaráð samþykkti jafnframt tillögu stjórnar Stjórnlagaráðs um skipan þriggja óformlegra starfshópa um málefni sem tekin verða fyrir af ráðinu. Valið var í hópana með hlutkesti. Starfshóparnir starfa fram að næsta fundi Stjórnlagaráðs, sem verður á morgun, 19. apríl, klukkan 13.

 

Fara í fréttalista