Starfsreglur Stjórnlagaráðs samþykktar
13.04.2011 12:54
Stjórnlagaráð samþykkti samhljóða starfsreglur ráðsins á þriðja fundi sínum í dag en í þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs var því falið að setja sér eigin starfsreglur. Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður starfshóps um starfsreglurnar, lagði fram tillögu um reglurnar.
Starfsreglurnar eru í 5 köflum og samtals 21. grein. Í þeim er fjallað um stjórnsýslu og starfshætti Stjórnlagaráðs, frumvarp til stjórnarskipunarlaga og meðferð þess, starfsmenn ráðsins og önnur ákvæði.
Starfsreglurnar eru aðgengilegar á vef Stjórnlagaráðs.
Þá var samþykkt á fundinum að skipa starfshóp sem fjallar m.a. um skiptingu málefna á milli verkefnanefnda.
Ráðsfundir Stjórnlagaráðs eru sýndir í beinni útsendingu hér á vef ráðsins. Þar eru jafnframt upptökur frá fundunum og fundargerðir ráðsfunda.